Papaver lapponicum

Ættkvísl
Papaver
Nafn
lapponicum
Íslenskt nafn
Lappasól
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Samheiti
Papaver radicatum Rottbfll subsp. lapponicum Tolmatchew, P. hultenii Knaben; P. hultenii var. salmonicolor Hultén
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
20-35 sm
Vaxtarlag
Lausþýfð, fjölær jurt, allta að 35 sm (sjaldan minni en 20 sm). Lauf allt að 12 sm, laufleggur 1/2 - 3/4 af lengs blöðkunnar. Blaðkan græn til grágræn bæði ofan og neðan, lensulaga, ein- til tvíflipótt, með 2-3 pör af hliðarflipum, hærð, stundum þétthærð, með löng hár. Flipar fyrstu skiptingar lensulaga, oftast skiptir, oddur snubbóttur eða hvassyddur til langyddur, oft þornyddur.
Lýsing
Blómleggur er uppréttur, beinn, oftast lengri en 20 sm, hárlaus til stinnhærður. Blómin allt að 3,5 sm í þvermál, krónublöð gul, stundum bleikleit efst. frjóhnappar gulir. Fræni 5-7, skífa hvelfd. Aldin aflöng-oddbaugótt, allt að 2 sm, 1-2,5 x lengri en þau eru breið, stinnhærð, hárin brún.
Uppruni
Kanada, Alaska, nyrsti hluti Noregs og Rússlands.
Heimildir
= www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=233500846
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2006 og gróðursett í beð 2007.