Papaver burseri

Ættkvísl
Papaver
Nafn
burseri
Íslenskt nafn
Hnjúkasól
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
- 25 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 25 sm há. Laufin eru grunnlauf, allt að 20 sm, með legg, 2-3 flipótt, bláleit, hárlaust, flipar 6-8, band-lensulaga til mjó bandlaga, hvassydd.
Lýsing
Blómstilkar allt að 25 sm háir, sívalir, með aðlæg þornhár. Blómin stök, krónublöð allt að 2 sm, bogadregin-öfugegglaga, oftast hvít. Frænisskífa 4-5 geisla. Aldin aflöng til hálfkylfulagaallt að 1 sm löng.
Uppruni
Evrópa (fjöll).
Harka
5
Heimildir
= 1, plants.dutchgrowers.ca/11040002/Plant/5659/Alpine-Poppy
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2006 og önnur sem sáð var til 2009 og gróðursett í beð 2009, báðar þrífast vel.
Yrki og undirteg.
Yrkið 'Alpinum' er með fíngerð lauf, með gráa slikju. Blómin eru með fjölda pastel lita, rjómahvítur til gulur til rauð-appelsínuliurt.