Þýfð jurt, allt að 15 sm há. Lauf allt að 4 sm, laufleggur 1/2 lengd blöðkunnar eða minna. Blaðkan er grágræn bæði ofan og neðan, breiðlensulaga, 1-2 x -flipótt með 1 eða 2 pör af hliðarflipum, hvít- til brún-þornhærð, fliparnir (í fyrstu skiptingu) öfugegglaga til tungulaga, jaðrar stundum tenntir, oddur snubbóttur-bogadreginn til hvassyddur, með þornhár í oddinn.
Lýsing
Blómstilkar sem eru oft útafliggjandi, bognir, með útstæð, stinnhár. Blómin allt að 2,5 sm í þvermál, krónublöðin hvít til bleik með gulan grunnblett. Frjóhnappar gulir. Fræni 5-7, skífan hvelfd. Aldin hálfhnöttótt til oddbaugótt, allt að 1,3 sm, 1-2 sinnum lengri en það er breitt, stinnhært, hæringin ljós (beinhvít).