Papaver alboroseum

Ættkvísl
Papaver
Nafn
alboroseum
Íslenskt nafn
Meyjasól
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Lífsform
Fjölær.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur til bleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Þýfð jurt, allt að 15 sm há. Lauf allt að 4 sm, laufleggur 1/2 lengd blöðkunnar eða minna. Blaðkan er grágræn bæði ofan og neðan, breiðlensulaga, 1-2 x -flipótt með 1 eða 2 pör af hliðarflipum, hvít- til brún-þornhærð, fliparnir (í fyrstu skiptingu) öfugegglaga til tungulaga, jaðrar stundum tenntir, oddur snubbóttur-bogadreginn til hvassyddur, með þornhár í oddinn.
Lýsing
Blómstilkar sem eru oft útafliggjandi, bognir, með útstæð, stinnhár. Blómin allt að 2,5 sm í þvermál, krónublöðin hvít til bleik með gulan grunnblett. Frjóhnappar gulir. Fræni 5-7, skífan hvelfd. Aldin hálfhnöttótt til oddbaugótt, allt að 1,3 sm, 1-2 sinnum lengri en það er breitt, stinnhært, hæringin ljós (beinhvít).
Uppruni
Yukon, Alaska, Asía (Rússland, Kamchatka).
Heimildir
= 4, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=233500840,
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur.
Reynsla
Hefur verið í Lystigarðinum af og til. Er ekki í Lystigarðinum 2015, en hefur verið sáð.