Paeonia veitchii

Ættkvísl
Paeonia
Nafn
veitchii
Ssp./var
v. woodwardii
Höfundur undirteg.
(Stapf & Cox) Stern.
Íslenskt nafn
Lotbóndarós
Ætt
Bóndarósarætt (Paeoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól til dálítill skuggi.
Blómalitur
Ljósbleikur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
Allt að 30 sm
Vaxtarlag
Myndar brúsk.
Lýsing
Fjölæringur, allt að 30(50) sm hár. Sjaldséð undirtegund, með 5 blóm á stilk og myndar þéttan, blómviljugan brúsk með tímanum.Stilkar og blaðleggir hærðir. Blóm ljósari og ögn stærri en hjá aðaltegundinni. Vöxturinn þéttari. Lauf ljósgræn, glansandi, hærð neðan á æðastrengjum og miðstrengnum.
Uppruni
V Kína.
Harka
8
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í skrautblómabeð. Auðræktuð.
Reynsla
Sáð í Lystigarðinum 1991, gróðursett í beð 1994. Þrífst vel og blómstrar. Hefur reynst vel í garðinum.