Fjölæringur, allt að 30(50) sm hár. Sjaldséð undirtegund, með 5 blóm á stilk og myndar þéttan, blómviljugan brúsk með tímanum.Stilkar og blaðleggir hærðir. Blóm ljósari og ögn stærri en hjá aðaltegundinni. Vöxturinn þéttari. Lauf ljósgræn, glansandi, hærð neðan á æðastrengjum og miðstrengnum.
Uppruni
V Kína.
Harka
8
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í skrautblómabeð. Auðræktuð.
Reynsla
Sáð í Lystigarðinum 1991, gróðursett í beð 1994. Þrífst vel og blómstrar. Hefur reynst vel í garðinum.