Myndar þéttan, blómviljug brúsk með tímanum. Uppréttir hárlausir, stönglar fremur stinnir, þarf samt stuðning.
Lýsing
Fjölæringur, allt að 50(-70) sm. Lík Paeonia anomala enda talin undirtegund af henni í kínversku flórunni. Stilkar hárlausir. Lauf tvíþrífingruð, smálauf skipt í 2-4 bleðla. Bleðlarnir djúpskiptir í flipa eða heilrendir, aflangir-oddbaugóttir, lang-odddregnir, dökkgrænir með hár á æðastrengjum, glansandi, bláleit-fölgræn á efra borði, hárlaus á neðra borði. Blóm drúpandi, allt að 9 sm í þvermál, allt að 5 á stilk. Krónublöð öfugegglaga-fleyglaga, þverstýfð til framjöðruð í oddinn, allt að 4,5 × 3 sm, föl til djúp rauðrófupurpura. Fræflar allt að 2 sm, frjóþræðir bleikir, frjóknappar gulir. Frævur 3-4. Aldin allt að 1,5 sm, mjög bogið þegar það er fullþroska.
Uppruni
NV Kína. (Ganshu, Szechuan und Shensi).
Harka
8
Heimildir
= 1, http://www.rareplants.de
Fjölgun
Skipting eða rótargræðlingar síðsumars, sáning. Fremur sjaldgæf bóndarós.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í þyrpingar eða stakstæð. Mjög auðræktuð.
Reynsla
Sáð í Lystigarðinum 2001, gróðursett í beð 2004, þrífst vel og blómstrar. Harðgerð, hefur reynst vel í garðinum.
Yrki og undirteg.
v. veitchii - Smálauf hárlaus á neðra borði. Krónublöð ljóspurpura eða hvít (f. alba). Þessari undirtegund var sáð í Lystigarðinum 1989, gróðursett í beð 1993. Auk þess er til gömul planta. Þrífast vel og blómstra.