Paeonia suffruticosa

Ættkvísl
Paeonia
Nafn
suffruticosa
Íslenskt nafn
Trjábóndarós
Ætt
Bóndarósarætt (Paeoniaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Hvítur, bleikur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
Allt að 2 m í heimkynnum sínum.
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 1,5 m á hæð. Greinar brúngráar.
Lýsing
Lauffellandi runni, allt að 2 m hár í heimkynnum sínum. Stilkar greinast eins og tré, eru uppréttir. Efstu laufin tvíþrífingruð, djúpskert, smálauf allt að 10 sm, lensulaga til egglaga, 3-5 flipótt, endasmálaufið 3-flipótt. Endaflipinn er allt að 9 sm, hliðarflipar allt að 5 sm, fliparnir yddir, fölgrænir ofan, blágrænir á neðra borði, æðastrengir með fáein hár. Blóm allt að 1 sm breið. Krónublöð mörg, allt að 8 sm, íhvolf, bleik til hvít, með djúp purpura, rauð-jaðraðan grunnblett, jaðrar fín-bogtenntir. Frjóþræðir fjólublá-rauðir. Frævur 5.
Uppruni
Kína, Tíbet, Bútan.
Harka
7
Heimildir
= 1,11
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, stakstæð, í beð.
Reynsla
Hefur verið sáð í Lystigarðinum. Lítt reynd hér enn sem komið er. Vex í klettum til fjalla í heimkynnum sínum.
Yrki og undirteg.
ssp. suffruticosa - Blóm ofkrýnd, krónublöð ýmist hvít, bleik, rauð eða rauðpurpurea (11)ssp. yinpingmudan - Blóm einföld, krónublöð hvít eða fölpurpuralit (11)Einnig er minnst á ssp. spontanea og ssp. rockii í RHS auk nokkurra yrkja.