Lauffellandi runni. Uppréttir stinnir stönglar, greinar uppréttar og lítt greindar. Hún skríður með neðanjarðarrenglum og myndar smám saman góða breiðu.
Lýsing
Aðaltegundin er lík P. delavayi, nema skriðul og lægri (um 60 sm há). Bleðlar laufa mjóir. Blóm allt að 6,5 sm í þvermál, ekki studd af reifablöðum. Krónublöðin djúprauð til hvít. Frjóþræðir grænir.v. trollioides (Stapf. ex Stearn.) Stearn. Bleðlar laufa ekki eins egglaga og á aðaltegundinni. Blóm fölgul. Krónublöð sveigð inn á við svo blómið virðist aldrei springa almennilega út.
Uppruni
V Kína, Tíbet.
Harka
7
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting (varlega), sáning.
Notkun/nytjar
Fjölæringabeð í góðu skjóli, trjábeð í sólarmegin.
Reynsla
Sáð í Lystigarðinum 1993, gróðursett í beð 1995. Þrífst vel og blómstrar, - bráðfalleg tegund.