Paeonia peregrina

Ættkvísl
Paeonia
Nafn
peregrina
Íslenskt nafn
Glansbóndarós
Ætt
Bóndarósarætt (Paeoniaceae) .
Samheiti
P. decora G. Andersson, P. romanica Brandza, P. peregrina Mill. var. romanica (Brandza) A. Nyar
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærrauður / dökkrauður.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
Allt að 50 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur, allt að 50 sm hár brúskur.
Lýsing
Stilkar hárlausir. Lauf tvíþrífingruð, stinn, bleðlar allt að 2 sm, 15-17, skiptast stöku sinnum í 2-3 flipa, framajaðraðir, glansandi dökkgræn ofan; bláleit, hárlaus eða mjög lítið hærð á neðra borði. Blómin eru mjög skrautleg, skær til dökk rauð, allt að 12 sm breið, skállaga. Krónublöð aflöng-egglaga til hálfkringlótt, djúprauð. Frjóþræðir bleikir eða rauðir. Frævur 1-4, lóhærðar, efri hluti frænis gormlaga.
Uppruni
S Evrópa (Ítalía (Calabria) suður til Rúmeníu, Grikklands, Búlgaríu og V Tyrklands).
Harka
8
Heimildir
= 1, http://www.rareplants.de
Fjölgun
Sáning, skipting eða rótargræðlingar að haustinu.
Notkun/nytjar
Stakstæð, í beð, í raðir, í þyrpingar.
Reynsla
Hefur verið sáð í Lystigarðinum.