Breiðir brúskar stórra laufblaða, blómin stök á löngum stilkum sem eru ögn hærðir eða hárlausir.
Lýsing
Fjölæringur, allt að 60 sm hár. Stilkar lítt hærðir, verða hárlausir með aldrinum. Lauf tvíþrífingruð, smálaufin dökkgræn, með grábláa slikju í sterkri sól, skipt í allmarga mjó-oddbaugótt til aflanga, ydda bleðla. Laufin allt að 11 × 2,5 sm, græn, hárlaus ofan, ögn hærð til hárlaus á neðra borði. Blómin allt að 13 sm breið, purpurarauð á löngum stilk. Krónublöðin öfugegglaga, útstæð. Fræflar allt að 1,5 sm, frjóþræðir rauðir, frjóknappar gulir. Frævur 2-3, þétthærðar. Aldin allt að 3 sm.&
Uppruni
M og S Evrópa.
Harka
8
Heimildir
= 1,2, http://www.rareplants.de
Fjölgun
Skipting eða rótargræðlingar að hausti, sáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð, í skrautblómabeð, raðir, þyrpingar. Ein af auðræktuðustu bóndarósunum. Mjög gamlar plöntur sem blómstra lítið sem ekkert er hægt að taka upp og skipta og gróðursetja í nýja mold, því á löngu tíma geta bóndarósir valdið jarðvegsþreytu. Ungar plöntur sem eru tregar að blómstra hafa ef til vill verið gróðursettar of djúpt. Brumin ættu að vera með um 3-4 (-5) sm moldarlag ofan á sér.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær gamlar plöntur sem þrífast vel og blómstra árlega.Harðgerð, þrífst vel á Akureyri, á að standa óhreyfð sem lengst. Öll yrkin sem nefnd eru til sögu þrífast einnig dável en eru dágóðan tíma að ná sér á strik.