Fjölæringur, allt að 60(-70) sm hár. Uppréttir stönglar, hárlausir. Rætur sverar, mjókka til enda.
Lýsing
Lauf tvíþrífingruð, smálauf allt að 14,5 × 18,5, misstór, grunnur breiðegglaga eða aflöng, fleyglaga, oddurinn mjókkar snögglega í langan odd. Laufin eru dökkgræn, hárlaus ofan, en bláleit, lítið eitt hærð á neðra borði, endasmálaufið er öfugegglaga. Blómin allt að 7 sm í þvermál. Krónublöð hvít til rauðpurpura. Fræflar allt að 2 sm, frjóþræðir hvítir eða bleikir, frjóhnappar gulir. Frævur 2-3, allt að 2 sm, hárlausar. Aldin allt að 3,5 sm.
Uppruni
Síbería, Kína.
Harka
7
Heimildir
= 1,2,11, http://www.rareplants.de
Fjölgun
Skipting (varlega), sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í skrautblómabeð. Auðræktuð. Talin mjög góð í steinhæð.
Reynsla
Sáð í Lystigarðinum 1990, 1992 og 1994, gróðursettar í beð 1993, 1995 og 1996. Þrífast vel og blómstra.
Yrki og undirteg.
Lauf venjulega þétt dúnhærð á neðra borði eða stinnhærð (sjaldan nær hárlaus) = P. obovata ssp. willmottiae (Heimild 11/Kínaflóran af netinu).P. obovata var. willmottiae, smálauf allt að 6 sm eða lengri. Blóm skállaga, allt að 10 sm í þvermál, hvít, frjóþræðir bleik-rauðir-puralitir. Heimkynni: M Kína (Heimild 2).