Paeonia mascula

Ættkvísl
Paeonia
Nafn
mascula
Ssp./var
ssp. russii
Höfundur undirteg.
(Biv.) Cullen & Heywood
Íslenskt nafn
Glansbóndarós
Ætt
Bóndarósarætt (Paeoniaceae).
Samheiti
P. corsica, P. mascula ssp. russoi
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Dökkrósbleikur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
Allt að 45 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur, allt að 45 sm hár, sem myndar brúsk.
Lýsing
Undirtegundin ssp. russii sem er með glansandi lauf með rauðleita slikju, heilrend, hvassydd, hárlaus til dálítið hærð á neðra borði og laufin eru dýpra skipt en hjá undirtegundinni ssp. mascula. Stilkar hárlausir 25-45 sm. Blómin eru dökkrósbleik. Fræhýði allt að 2,5 sm. Fræ alltaf mjög fá.
Uppruni
Vestur M Grikkland, eyjar á Jónahafi, Korsíka, Sardinía, Sikiley.
Harka
8
Heimildir
= 1, http://www.rareplants.de
Fjölgun
Sáning (langur uppeldistími), skipting (varlega).
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð og víðar. Talin mjög kröftug og auðræktuð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2010 og gróðursett í beð 2012.