Undirtegundin ssp. russii sem er með glansandi lauf með rauðleita slikju, heilrend, hvassydd, hárlaus til dálítið hærð á neðra borði og laufin eru dýpra skipt en hjá undirtegundinni ssp. mascula. Stilkar hárlausir 25-45 sm. Blómin eru dökkrósbleik. Fræhýði allt að 2,5 sm. Fræ alltaf mjög fá.
Uppruni
Vestur M Grikkland, eyjar á Jónahafi, Korsíka, Sardinía, Sikiley.
Harka
8
Heimildir
= 1, http://www.rareplants.de
Fjölgun
Sáning (langur uppeldistími), skipting (varlega).
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð og víðar. Talin mjög kröftug og auðræktuð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2010 og gróðursett í beð 2012.