Fjölæringur, 40-60 sm hár. Myndar brúsk. Stilkar hárlausir.
Lýsing
Lauf tvíþrífingruð, græn, bláleit ofan, hárlaus eða ögn hærð á neðra borði. smálauf 9-21, oddbaugótt til öfugegglaga-oddbaugótt, stutt-odddregin. Grunnur fleyglaga, langyddur oddur. Blóm fá, mjög stór, allt að 12 sm breið, á uppréttum stilkum. Krónublöð öfugegglaga, purpurarauð til purpura. Frævur 2-5, lóhærðar, stíll allt að 1 sm, snúin að endilöngu.
Uppruni
S-Evrópa, V Asía.
Harka
8
Heimildir
= 1, http://www.rareplants.de
Fjölgun
Sáning (langur uppeldistími), skipting (varlega).
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í þyrpingar, í trjá- og runnabeð.
Reynsla
Sáð í Lystigarðinum 1991, gróðursett í beð 1993. Sáð aftur í Lystigarðinum 1992, gróðursett í beð 1995. Báðar þrífast vel og blómstra.