Fjölæringur, 40(-70)sm hár, minnsta undirtegndin og mjög sjaldfundin óblönduð.
Lýsing
Stilkar hárlausir, 35-60 sm. Laufin eru blágræn (á sólríkum vaxtarstað). Smálauf 9-11, græn og lítið eitt hærð á neðra borði, heilrend með bylgjaða jaðra og snubbótt. Blómin eru rósrauð.Undirtegundin ssp. triternata er aðgreind frá hinum undirtegundunum á því að smálauf eru 9-11, egglaga, snubbótt til stuttydd, íhvolf ofan, bylgjuð.
Uppruni
NV Júgóslavía, Litla Asía.
Harka
8
Heimildir
= 1, http://www.rareplants.de
Fjölgun
Skipting (varlega), sáning (langur uppeldistími).
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í trjá- og runnabeð og víðar.
Reynsla
Sáð í Lystigarðinum 1991, gróðursett í beð 1995, þrífst vel.