Mjög breytilegur fjölæringur, 25-60 sm hár. Stönglar uppréttir, hárlausir eða með strjál hár.
Lýsing
Laufin 3-7. Neðstu laufin tvíþrífingruð, smálauf 9-21, heilrend, oft sýld eða þríydd, oddbaugótt til breið-öfugegglaga, hárlaus eða með bein löng hár á neðra borði. Blómin skállaga, allt að 13 sm í þvermál. Krónublöð 5-9, rauð, bleik eða hvít. Frjóþræðir rauðir, purpura, bleikir eða hvítir. Frævur 2-5 með þéttan hárflóka, stíll allt að 1 sm.
Uppruni
S Evrópa, SA Asía.
Harka
8
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting (varlega), sáning (langur uppeldistími).
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í skrautblómabeð.
Reynsla
Hefur reynst vel í garðinum og blómgast árlega, svo og allar undirtegundir utan ssp. russii sem er í uppeldi og lítt reynd enn sem komið er.