Lauffellandi, mjúkstofna runni, allt að 2,5 m á hæð í heimkynnum sínum. Greinar uppsveigðar, hárlausar. Engin lauf neðan við árssprotana.
Lýsing
Eins og P. delavayi nema engar reifar eru við grunn blómanna. Lauf tvíþrífingruð. Smálauf hárlaus, djúpskert í 5-12 ydda flipa. Stoðblöð og bikarblöð samtals 5-10. Blóm 2 eða fleiri saman, 5-12 sm í þvermál, Krónublöð útbreidd, brennisteinsgul. Frjóþræðir gulir til rauðbrúnir. Frævur 2-4, hárlausar.
Uppruni
V Kína, Tíbet.
Harka
6
Heimildir
1,2
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Þyrpingar, skrautblómabeð.
Reynsla
Sáð í Lystigarðinum 1999 og gróðursett í beð 2004. Lítt reynd enn sem komið er.
Yrki og undirteg.
v. lutea - blóm ca 5 sm í þvermál, skállaga, falin í laufum. Frævur 3-4. Heimk.: V Kína.v. ludlowii F.C. Stern. & G. Taylor. Blóm skállaga allt að 9 sm í þvermál á löngum uppréttum stilkum sem ná upp fyrir laufin. Frævur 1-3. Heimkynni: SA Xizang í Kína'Superba' - nývöxtur bronslitur í fyrstu síðar grænn. Blómin stór með bleiku ívafi í við grunn.