Fjölæringur, 75-90 sm hár og álíka umfangsmikill, myndar brúsk. Þarf stuðning til að halda uppi þungum blómunum.
Lýsing
Lauf dökkgræn, hvert með 9 lensulaga smálauf, jaðrar snarpir. Blómin hvít, fyllt, skállaga, ilmandi. Stilkurinn rauðflikróttur.
Uppruni
Yrki.
Harka
6
Heimildir
= http://www.backyardgarnener
Fjölgun
Fjölgað með því að skipta rótarhnýði. Skipting að hausti.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður er bestur þar sem loftslagið er svalt (og hálfskugga í heitu loftslagi) og með skjól gegn næðingum. Bóndarósir lifa lengi og líkar ekki að vera fluttar, veldu því staðinn af kostgæfni og undirbúðu holuna vel áður en þú gróðursetur plöntuna.
Reynsla
Keypt í Lystigarðinn 2005, gróðursett í beð sama ár. Þrífst vel.