Lauffellandi runni sem hefur reyndar ekki fengið neitt nafn ennþá en ég kalla hana hér trjábóndarós til aðgreiningar frá hinni bóndarósinni sem nefnd er búskbóndarós. Uppréttur, stönglar grannir, holir, gráir-brúnir, markaðir af leifum gamalla blaða, aðeins greindir ofan til.
Lýsing
Runni allt að 1 m hár, hárlaus. Stilkar grannir, holir innan, staflaga, grá-brúnir, öróttir af grunnum gamalla blaðleggja og lítið eitt greinóttir efst. Lauf tvíþrífingruð, allt að 27 sm, standa lárétt við topp stilksins, djúpt og tígurlega skipt, enda í 3 smálaufa setti sem er 6 sm frá hliðasmálaufunum. Smálaufin egglaga-lensulaga, allt að 10 sm, dökkgræn ofan, blágræn neðan, heilrend eða tennt, stöku sinnum með flipa á hliðasmálaufunum, enda smálaufin þríklofin. Blóm allt að 9 sm í þvermál, bikarblöðin 5, hálfkringlótt, 2-2,5 sm í þvermál, græn, með 5-10 stoðblöð sem minna á lauf. Stoðblöðin egglaga til lensulaga, verða snögglega langydd, allt að 6 × 2 sm. Krónublöð öfugegglaga, fleyglaga við grunninn, allt að 4 × 3 sm brúnrauð. Fræflar allt að 2 sm, frjóþræðir dökkrauðir, frjóhnappar gulir. Frævur hárlausar. Fræhýði 5,3 × 1,5 sm, með kjötkennda, flipótta skífu við grunninn. Fræ brúnsvört.
Uppruni
Kína (Yunnan, Likiang).
Harka
6
Heimildir
= 1, 11
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Skrautblómabeð, framan til í runnabeð.Vex í furu- og eikarskógum í heimkynnum sínum (Kína), sjaldnar í grasbrekkum eða í rjóðrum í ungum greniskógum í 2000 - 3600 m hæð yfir sjó.
Reynsla
Sáð í Lystigarðinum 1991, plantað í beð 1994, þrífst vel og blómstrar árlega. Flott bóndarós.