Fjölæringur allt að 40 sm hár, hárlaus. Laufin allstór. Neðri laufin tvíþrífingruð með 9 smálauf, enda smálaufin djúpskert í 2-3 bleðla, efri laufin með heilrend smálauf. Smálauf næstum legglaus, ydd, grunnur fleyglaga. Blómin stök, skállaga, allt að 10 sm í þvermál, krónublöð breið-egglaga, ljósbleik. Fræflar allt að 2,5 sm, gulir. Frævur 2-4, með hvít, löng hár. Fræhulstur allt að 4 sm.