Vaccinium microcarpum (Turcz. ex Rupr.) Schmalh., V. oxycoccus ssp. microcarpum (Turcz. ex Rupr.) Hook.
Lífsform
Dvergrunni
Kjörlendi
Sírakur mómoldarjarðvegur.
Blómalitur
Rauður.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
10-20 sm langir sprotar.
Vaxtarlag
Sígrænn, fíngerður, skriðull runni.
Lýsing
Dvergvaxinn, sígrænn, skriðull runni. Leggir mjög langir,10-20 sm, lauf 3-8 mm löng, og 1-2,5 mm, breiðust við grunninn. Ársprotar og blómleggir hárlausir eða með mjög strjál hár. Blómleggir oftast stakir. Bikarflipar hárlausir. Blómin 4-deild, blómleggir uppréttir. Krónuflipar um 4 mm langir, rauðir, næstum lauskrýndir, baksveigðir. Frjóþræðir flatir, dálítið hærðir, líka á flötu hliðunum. Frjóhnappar ekki með horn. Ber rauð, 5-6 mm.
Uppruni
Ísland, Norðurhvel
Harka
h8
Heimildir
HK,Lid 2005, 7. utg.
Fjölgun
Sáning.
Reynsla
Mjög erfið í ræktun.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Vex í mómýrum á þúfnakollunum innan um Sphagnum.