Oxalis enneaphylla

Ættkvísl
Oxalis
Nafn
enneaphylla
Íslenskt nafn
Mjallarsmæra
Ætt
Súrsmæruætt (Oxalidaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Snjóhvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Stöngullaus, fjölær jurt, allt að 14 sm með granna, skríðandi, lárétta jarðstöngla, 5 x 2 sm, sem eru þaktir þykku, hvítu hreistri með æxlilauka í hreisturöxlunum. Laufleggir 1,5-8 sm, uppréttir, stöku sinnum hærðir. Smálauf 9-20, 4-12 x 2-8 mm, öfughjartalaga, að hluta lögð saman upp á við, dálítið kjötkennd, gráblá, stutthærð.
Lýsing
Blómin stök, ná rétt upp fyrir laufin, um 2 sm í þvermál, hvít til rauð, ilma. Bikarblöð ekki með þykkildi.
Uppruni
Falklandseyjar, Eldlandið (Patagonia).
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð.
Reynsla
Harðgerð og auðræktuð tegund. Þrífst vel í Lystigarðinum, hefur verið þar síðan 1988.
Yrki og undirteg.
'Alba' er með hvít blóm. ----- 'Ione Hecker' (O. enneaphylla x O. laciniata): Laufin með mjórri smálauf og djúpgrænni. Blómin stór, allt að 3 sm í þvermál, skærblá á jöðrunum dökkna í dökkpurpura í miðjunni. -----'Minutifolia' dvergvaxið form, minna en 5 sm hátt. ------'Rosea' allt að 6 sm, með rósbleik blóm gengur undir nafninu rósasmæra. -----'Rubra' er með rauð blóm.