Skammlíf, fjölær jurt, skriðul og mjög greinótt, myndar breiður, með jarðlæga til uppsveigða, granna stöngla 10-30 sm langa sem vaxa upp frá stuttri, láréttri stólparót. Lauf fjölmörg á stönglinum, laufleggir uppréttir, 1-8 sm, dálítið hærðir, með samvaxin, ferköntuð axlablöð. Smálauf 3, 5-15 x 8-20 mm, öfughjartalaga, græn, oftast hárlaus ofan og hærð neðan.
Lýsing
Blómstönglar eru í lauföxlunum, 1-10 sm, með 2-6-blóma sveipi, blómin um 1 sm í þvermál, ljósgul, stundum með rautt gin. Bikarblöð ekki með þykkildi. Aldin sívöl, 12-15 mm löng, upprétt á niðurstæðum blómleggjum.
Uppruni
Alheims-illgresi með óþekktan uppruna en mikla útbreiðslu.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning.
Notkun/nytjar
Í rifur í hellulögnum, í steinbeð.
Reynsla
Getur orðið hálfgerð plága í gróðurhúsum. Er ekki í Lystigarðinum 2015.
Yrki og undirteg.
O. corniculata L. v. atropurpurea Planch. Laufin koparrauð, öll plantan með purpuralitum blæ.