Ononis spinosa

Ættkvísl
Ononis
Nafn
spinosa
Íslenskt nafn
Þyrnikló
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Lífsform
Fjölær jurt-hálfrunni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur, purpura.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 80 sm
Vaxtarlag
Mjög lík akurkló (O. arvensis), en oftast þyrnótt og það er oftast 1 blóm á hverjum lið klasans. Smárunni allt að 80 sm hár. Stöngullinn oftast þyrnóttur, lítið eitt kirtilhærður. Smálaufin breytileg í laginu.
Lýsing
Blómin stök, sjaldan tvö og tvö á hverjum lið, í strjálum klasa. Bikar kirtil-dúnhærður, með stutt hár við ginið. Krónan allt að 2 sm, bleik eða purpura, nær oftast langt fram úr bikarnum. Aldin allt að 1 sm.
Uppruni
V. M & S Evrópa, S Noregur, NV Úkraína.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2005 og gróðursett í beð 2008.