Fjölær jurt, allt að 100 sm há, stundum með þyrna. Stönglar með breytilega hæringu, oftast uppréttir eða uppsveigðir, skjóta ekki rótum á liðunum. Lauf snubbótt eða ydd, ekki með kirtla á neðra borði, smálauf allt að 2,5 sm, oddbaugótt eða egglaga.
Lýsing
Blómin eru oftast tvö og tvö á hverjum lið á endastæðum klasa. Króna allt að 2 sm bleik, fáninn hærður. Belgur (aldin) allt að 9 mm, um það bil jafnlangur og bikarinn.
Uppruni
Noregur, A Þýskaland.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2003 og gróðursett í beð 2010, þrífst vel.