Oenothera macrocarpa

Ættkvísl
Oenothera
Nafn
macrocarpa
Íslenskt nafn
Skriðljós (skriðbytta)
Ætt
Eyrarrósarætt (Onagraceae).
Samheiti
Oenothera missouriensis Pursh.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, skjól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
15-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, næstum legglaus eða með legg, greinótt frá grunni, útafliggjandi eða upprétt, dúnhærð. Lauf 2-8 sm, lensulaga til egglaga eða öfugegglaga, næstum heilrend eða tennt, dökkgræn með silfurlita æðastrengi, mjó.
Lýsing
Blómin springa út á kvöldin, gul, allt að 10 sm í þvermál. Bikarpípa með rauðleita slikju. Hýði stór, með vængi.
Uppruni
SM Bandaríkin.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum 2015. Blómviljug tegund og ágæt í steinhæðir, ker og beð (HS). Undir O. missouriensis í bók Hólmfríðar Sigurðardóttur.
Yrki og undirteg.
'Greencourt Lemon' er með sítrónugulum blómum.