Oenothera acaulis

Ættkvísl
Oenothera
Nafn
acaulis
Íslenskt nafn
Kvöldljós
Ætt
Eyrarrósarætt (Onagraceae).
Lífsform
Fjölær - tvíær jurt.
Kjörlendi
Sól, skjól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Þýfð, fjölær eða tvíær jurt, allt að 15 sm há, stöngullaus eða stöngulstutt, greinar kantaðar, verða hlykkjóttir. Lauf 12-20 sm, öfuglensulaga, óreglulega fjaðurskipt, hærð, endastæði flipinn stærstur.
Lýsing
Blóm 5-8 sm í þvermál, blómpípan grönn, 5-12 sm. Krónublöð framjöðruð, hvít en verða bleik með aldrinum, springa út að kvöldinu. Hýði öfugegglaga, 1 sm, með 4 vængi, trjákennd.
Uppruni
Chile.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum, í steinhæðir.
Reynsla
Er ekki í Lystigarðinum 2015.
Yrki og undirteg.
'Aurea' er með gul blóm.