Þýfð, fjölær eða tvíær jurt, allt að 15 sm há, stöngullaus eða stöngulstutt, greinar kantaðar, verða hlykkjóttir. Lauf 12-20 sm, öfuglensulaga, óreglulega fjaðurskipt, hærð, endastæði flipinn stærstur.
Lýsing
Blóm 5-8 sm í þvermál, blómpípan grönn, 5-12 sm. Krónublöð framjöðruð, hvít en verða bleik með aldrinum, springa út að kvöldinu. Hýði öfugegglaga, 1 sm, með 4 vængi, trjákennd.