Nymphaea tuberosa

Ættkvísl
Nymphaea
Nafn
tuberosa
Íslenskt nafn
Hnúðnykurrós
Ætt
Nykurrósaætt (Nymphaeaceae)
Lífsform
Fjölær, vatnaplanta.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hreinhvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10 sm
Vaxtarlag
Kröftug og harðgerð planta. Jarðstönglar láréttir. Lauf allt að 38 sm í þvermál, kringlótt, heilrend, græn bæði ofan og neðan, flipar langyddir.
Lýsing
Blóm allt að 23 sm í þvermál, hreinhvít, fljótandi eða standa upp úr vatninu, stundum með mjög daufan ilm, opnast á daginn. Bikarblöð bogadregin, græn. Krónublöð um 20, öfugegglaga til hálfspaðalaga, fræflar 50-100, frævur um 14.
Uppruni
NA Bandaríkin.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning, best í um 1 m djúpu vatni.
Notkun/nytjar
Tjarnir, skurði.
Reynsla
Meðalharðgerð - harðgerð en lítt reynd enn sem komið er. Ekki í Lystigarðinum 2015.