Fjölær, ilmandi jurt. Stönglar allt að 30 sm, margir, útafliggjandi, uppsveigðir eða uppréttir, þétt lóhærðir. Laufin 1-3 x 0,5-2,5 sm, egglaga, hjartalaga við grunninn, með legg, æðastrengir áberandi, smástoðblöð 2-3 mm, band-lensulaga.
Lýsing
Blómin í margblóma krönsum með millibili, þeir neðri með legg. Bikar 6-10 mm, mjög mikið boginn, þétt fjólublá-dúnhærður, tennur 1-2 mm, bandlensulaga, þau efri lengri en þau neðri. Króna 10-18 mm, djúpfjólublá til lillablá, bogsveigð. -------------------------------------------------------Efri mynd: Nepeta racemosa 'Walkers Low'.
Uppruni
Kákasus, N & NV Íran.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting, græðlingar.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í steinhæðir, í fjölæringabeð, sem þekjuplanta, í rósabeð.