Fjölær jurt, breytileg tegund. Stönglar allt að 120 sm, hárlausir eða smádúnhærðir. Lauf 1,5-7 x 1-3,5 sm, egglaga til egglaga-aflöng, hjartalaga við grunninn, efstu stöngullaufin legglaus. Smástoðblöð 2-3 mm, bandlaga til bandlensulaga.
Lýsing
Blómskipunin með mörg blóm, skúfur með krönsum, sjaldan eins og ax. Bikar 4-6 mm, pípan bein, tennur 1-2, jafnstórar, sýllaga, uppréttar, efri tennur ekki lengri en þær neðri. Króna 6-10 mm, hvít eða fjólublá. Aldin hárlaus.