Fjölær jurt með upprétta stöngla, 40-80 sm háa, greinótta, hárlaus eða smádúnhærð. Lauf allt að 10 sm, egglaga, hjartalaga við grunninn, bogtennt, hárlaus, smástoðblöð 3 mm, bandlaga - sýllaga.
Lýsing
Blóm á langdregnum stilk, í slitróttu axi. Bikar 9,5-11 mm, oft blá, tennur 1,5-2 mm, lensulaga. Króna 14-17 mm, blá, pípan stendur út úr króninni.