Einær jurt, 15-60 sm há, upprétt, hárlaus neðan, dálítið kirtil-langhærð ofan. Stönglar ferhyrndir, greinast frá grunni, laufóttir að minnsta korti neðantil. Lauf allt að 7,5 sm, öfuglensulaga-spaðalaga, heilrend eða tennt. Stöngullauf legglaus, verða lensulaga og bandlaga, orðin svo lítil sem 1,5 sm efst.
Lýsing
Blómskipunin 5-10 sm, þéttur hálfsveipur, lengist við aldinþroskann. Blómleggir allt að 4 sm, bikarflipar 4-6 mm, bandlaga, langhærðir. Krónan í ýmsum litum, gul eða purpura til hvít oft með purpura æðar, gin gult með dekkri bletti. Efri vörin 6-9 x 16-24 mm, neðri vörin 2-3 sm breið, sýld, með skegg innan. Aldin hnöttótt, 8-12 mm, fræ fjölmörg, hnúskótt, með vængi.
Uppruni
S Afríka.
Harka
9
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning. Forræktað sem sumarblóm.
Notkun/nytjar
Í sumarblómabeð, í kanta. Vökvið eftir þörfum.
Reynsla
Er ræktað sem sumarblóm í Lystigarðinum flest sumur.