Laukur 1-2 sm, dökkbrúnir. Lauf 15-30 sm × 1,5-3 mm, dökkgræn, oddlaus. Blómstilkur u.þ.b. jafnlangur eða lengri en laufin, allt að 45 sm.
Lýsing
Blóm stök eða allt að 6 í sveip, drúpandi, hvít til skærgul. Blómhlífarpípa 1-2 sm, blómhlífarblöð 1-2,5 sm (sjaldan allt að 3 sm), lensulaga til bandlaga-aflöng, mjög aftursveigð. Hjákróna 5-25 mm há, 7-25 mm í þvermál, jaðrar bugðóttir. Efri fræflarnir 3 og stíllinn stenda fram úr hjákrónunni.