Narcissus triandrus

Ættkvísl
Narcissus
Nafn
triandrus
Íslenskt nafn
Pálmasunnulilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur til ljósgulur (einlit).
Blómgunartími
Vorblómstrandi.
Hæð
15-30 sm
Vaxtarlag
Laukur 1-2 sm, dökkbrúnir. Lauf 15-30 sm × 1,5-3 mm, dökkgræn, oddlaus. Blómstilkur u.þ.b. jafnlangur eða lengri en laufin, allt að 45 sm.
Lýsing
Blóm stök eða allt að 6 í sveip, drúpandi, hvít til skærgul. Blómhlífarpípa 1-2 sm, blómhlífarblöð 1-2,5 sm (sjaldan allt að 3 sm), lensulaga til bandlaga-aflöng, mjög aftursveigð. Hjákróna 5-25 mm há, 7-25 mm í þvermál, jaðrar bugðóttir. Efri fræflarnir 3 og stíllinn stenda fram úr hjákrónunni.
Uppruni
Spánn, Portúgal, NV Frakkland.
Harka
4
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í skýld skrautblómabeð eða í steinhæðir.
Reynsla
Meðalharðgerð.