Laukur allt að 5 sm, dökkbrúnn. Lauf flöt, græn, rákótt 20-50 sm × 5-25 mm snubbótt. Blómstilkur kröftugur, íflatur, allt að 45 sm.
Lýsing
Blóm allt að 4 sm í þvermál í 3-15-blóma (sjaldan færri) sveipum, ilmandi. Blómleggir mislangir, þeir lengstu allt að 7,5 sm. Blómhlífarpípa 1,2-2 sm, blómhlífarblöð 8-22 mm, oftast útstæð, egglaga og skarast dálítið neðst, hvít. Hjákróna gul, 3-6 mm há, 6-11 mm í þvermál. Fræflar ná ekki út úr hjákrónunni.
Uppruni
V Miðjarðarhafssvæðið.
Harka
3
Heimildir
= 2
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Ræktun: Laukarnir þola ekki frost og yrki af þessari tegund eru ræktuð hér í gróðurhúsum.