Narcissus tazetta

Ættkvísl
Narcissus
Nafn
tazetta
Íslenskt nafn
Janúarlilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Gróðurhús.
Blómalitur
Hvítur, hjákróna gul.
Blómgunartími
Snemma vors.
Hæð
45 sm
Vaxtarlag
Laukur allt að 5 sm, dökkbrúnn. Lauf flöt, græn, rákótt 20-50 sm × 5-25 mm snubbótt. Blómstilkur kröftugur, íflatur, allt að 45 sm.
Lýsing
Blóm allt að 4 sm í þvermál í 3-15-blóma (sjaldan færri) sveipum, ilmandi. Blómleggir mislangir, þeir lengstu allt að 7,5 sm. Blómhlífarpípa 1,2-2 sm, blómhlífarblöð 8-22 mm, oftast útstæð, egglaga og skarast dálítið neðst, hvít. Hjákróna gul, 3-6 mm há, 6-11 mm í þvermál. Fræflar ná ekki út úr hjákrónunni.
Uppruni
V Miðjarðarhafssvæðið.
Harka
3
Heimildir
= 2
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Ræktun: Laukarnir þola ekki frost og yrki af þessari tegund eru ræktuð hér í gróðurhúsum.
Reynsla
Aðaltegundin er ekki í Lystigarðinum.