Narcissus pseudonarcissus

Ættkvísl
Narcissus
Nafn
pseudonarcissus
Ssp./var
ssp. pseudonarcissus
Íslenskt nafn
Páskalilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur-gulur, hjákróna dökkgulari en krónan.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
Allt að 90 sm
Vaxtarlag
Lauf 8-50 sm × 5-16 mm, oftast bláleit, upprétt og ögn útstæð, snubbótt. Blómstilkar oftast lengri en laufin, allt að 90 sm.
Lýsing
Lauf 12-35 sm × 6-12 mm. Blóm lárétt eða drúpandi, leggir 3-12 mm. Blómhlífarblöð 2-3,5 sm, hvít til gul, ± undin/snúin. Hjákróna 2-3,5 sm, dökkgulari en blómhlífarblöðin, ekki eða lítið eitt flipótt, jaðrar næstum ekkert útvíðir
Uppruni
V Evrópu nema í Portúgal og á S-Spáni.
Harka
H2
Heimildir
= 2
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð, í beðkanta og víðar.
Reynsla
Þrífst mjög vel, allt að 50 ára plöntur eða enn eldri og yngri eru til í Lystigarðinum.