N. moschatus L., N. tortuosus Haworth, N. albescens Pugsley, N. alpestris Pugsley.
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur-rjómalitur, hjákróna í sama lit, sjaldan fölgul.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
- 90 sm
Lýsing
Lauf 10-40 sm × 5-12 mm. Blóm lárétt eða drúpandi. Blómhlífarblöð 2-3,5 sm, hvít eða rjómalit, undin. Hjákróna 2,5-4 sm, oftast með sama lit og blómhlífarblöðin, sjaldan fölgul, jaðrar víkka næstum ekkert út.
Uppruni
Frakkland, Spánn, (Pýreneafjöll og fjöll á N Spáni.
Harka
H4
Heimildir
= 2
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð, í eðkanta og víðar.
Reynsla
Þrífst mjög vel, allt að 50 ára plöntur eða eldri eru til í Lystigarðinum.