Narcissus radiiflorus Salisbury, N. angustifolius Haworth
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur, hjákróna skærgul með rauðan jaðar.
Blómgunartími
Vor-sumar.
Hæð
20-40 sm
Vaxtarlag
Lík hvítasunnulilju (Narcissus poeticus) en lauf eru mjórri en á undirtegundinni, blómið uppréttara. Hjákróna bollalaga, 2-2,5 sm há, 8-10 mm í þvermál skærgul með rauðan jaðar.
Lýsing
Blómhlífarblöð 2,2-3 sm, mjó-öfugegglega, mjókka í áberandi nögl, skarast ekki eða örlítið neðst. Hjákróna bollalaga, 2-2,5 sm há, 8-10 mm í þvermál skærgul með rauðan jaðar. Mjög breytileg tegund sem ekki er alltaf auðvelt að aðgrein hana frá hvítasunnulilju (N. poeticus).
Uppruni
Sviss, Austurríki, Júgóslavía.
Harka
3
Heimildir
= 2, en.wikipedia.org/wiki/Narcissus-poeticus,
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, undir tré eða runna og víðar.
Reynsla
Þrífst mjög vel, allt að 50 ára plöntur eða eldri eru til í Lystigarðinum.