Laukar allt að 4 sm, dökkbrúnir. Lauf 20-40 sm × 6-10 eða sjaldan allt að 12 mm, flöt ± bláleit. Blómstilkar allt að 50 sm, íflatir.
Lýsing
Blómleggir 1-4,5 sm. Blómhlífarpípa 2-3 sm, blómhlífarblöð yfirleitt 2-2,5 sm, öfugegglaga til næstum kringlótt, skarast neðst, eru ekki með greinilega nögl, hvít eða fölrjómalit. Hjákróna disk- eða bollalaga allt að,4 sm í þvermál, gul með rauða eða himnukennda, smá bylgjutennta jaðar. Fræflar í tveimur krönsum, sá neðri alveg inni í blómhlífarpípunni, sá neðri nær ekki út úr hjákrónunni. Nokkrar (villtar) undirtegundir eru til. Mjög tegund breytileg hvað stærð blómsins varðar og stöðu fræflakransanna.
Uppruni
S Evrópa.
Harka
4
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Hliðarlaukar, laukar eru lagðir í september á 15-20 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í beð, í blómaengi, í grasflatir.
Reynsla
Þrífst mjög vel, allt að 50 ára plöntur eða eldri eru til í Lystigarðinum. Harðgerð tegund, góð til afskurðar.
Yrki og undirteg.
v. poeticus. Hjákróna disklaga. S-Frakkland, Ítalíav. verbanensis Herbert (N. verbanensis Herbert) Pugsley. Plantan fremur smá. Hjákróna bollalaga, 2 mm há, 8-9 mm í þvermál, blóm 3,5-5 sm í þvermál, blómhlífarblöð greinilega broddydd.Ítalíav. hellenicus (Pugsley) Fernandes(N. hellenicus Pugsley)Hjákróna bollalaga, um 3 mm há, 1,2-1,4 sm í þvermál, blóm 3,5-5 sm í þvermál, blómhlífarblöð snubbótt og broddydd.Grikklandv. recurvus (Haworth) Fernandes(N. recurvus Haworth)Blóm 5-7 sm í þvermál. Hjákróna bollalaga, grængul neðan við rauðan jaðar. Svissv. majalis (Curtis) Fernandes (N. majalis Curtis)Blóm 5-7 sm í þvermál. Hjákróna með rauðan jaðar og hvítt belti rétt neðan hann. Frakkland.