Narcissus minor

Ættkvísl
Narcissus
Nafn
minor
Íslenskt nafn
Dvergpáskalilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Samheiti
N. provincialis Pugsley, N. pumilus Salisbury, N. nanus Spach, N. parviflorus (Jordan) Pugsley.
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljós- eða djúpgulur, hjákróna djúpgulur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
- 25 sm
Vaxtarlag
Laukur 2-3 sm, brúnir. Laufin 8-25 sm × 3-14 mm, bláleit. Blómstilkar allt að 25 sm.
Lýsing
Blóm stök, lárétt eða drúpandi, blómleggir 3-20 mm. Blómhlífarpípa 9-15 mm, blómhlífarblöð 1,6-2,2 sm, ljós- eða djúpgul, upprétt til útrétt, stundum undin. Hjákróna 1,6-2,5 sm, djúpgul, jaðrar tenntir eða flipóttir. Breytileg að stærð og blómlit, þessi breytileiki hefur verið notaður til að greina nokkrar tegundir en eru hér sem samnefni
Uppruni
Frakkland, N Spánn.
Harka
4
Heimildir
1, 2
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Aðaltegunin er ekki til í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
t.d. 'Pumilus Plenus'sem þrífst vel í garðinum