N. provincialis Pugsley, N. pumilus Salisbury, N. nanus Spach, N. parviflorus (Jordan) Pugsley.
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljós- eða djúpgulur, hjákróna djúpgulur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
- 25 sm
Vaxtarlag
Laukur 2-3 sm, brúnir. Laufin 8-25 sm × 3-14 mm, bláleit. Blómstilkar allt að 25 sm.
Lýsing
Blóm stök, lárétt eða drúpandi, blómleggir 3-20 mm. Blómhlífarpípa 9-15 mm, blómhlífarblöð 1,6-2,2 sm, ljós- eða djúpgul, upprétt til útrétt, stundum undin. Hjákróna 1,6-2,5 sm, djúpgul, jaðrar tenntir eða flipóttir. Breytileg að stærð og blómlit, þessi breytileiki hefur verið notaður til að greina nokkrar tegundir en eru hér sem samnefni