Yfirleitt 2 eða fleiri drúpandi blóm á stilk. Blómhlífarblöð aftursveigð.
Lýsing
Yrki sem kom fram um 1928. Plönturnar 20 sm háar. Allt að 7 blóm á stilk, blómin ilma. Blómhlífarblöð skærgul/sítrónugul, hjákróna ljósgul, styttri en 2/3 af lengd blómhlífarblaðanna sem eru sítrónugul. Vex fremur hægt.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
1, 17, Upplýsingar af umbúðum laukanna og af netinu Van Engelen Inc.
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í sólrík fjölæringabeð og víðar.
Reynsla
Reynsla. Í Lystigarðinum er til ein planta frá 2000. Á erfitt uppdráttar, rétt tórir 2011.