Plönturnar eru yfirleitt með 1-3 blóm á sívölum stilk. Lauf mjó, dökkgræn, blómhlífarblöð útstæð, ekki aftursveigð, blóm ilma.
Lýsing
Plönturnar 35-40 sm háar. Blómið fremur lítið, með sætan ilm. Blómhlífin skærgul, blómhlífarblöðin breið og bogadregin, skarast mikið, blöð í hvorri röðinni (bikar- eða krónublaðaröðinni) fyrir sig ná næstum saman. Hjákrónan grunn, dálítið dekkri en blómhlífin og mjög útvíð og bylgjuð. Laufin mjó.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
= Upplýsingar á umbúðum laukanna og Jefferson-Brown 1991: Narcissus; og af netinu: Van Engelen Inc.
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Þrífst best alveg upp við suðurvegginn, líka úti í beði.
Reynsla
Í Lystigarðinum var til í Lystigarðinum 2002, ekki lengur lifandi 2013 (2014).