Oftast eitt blóm á stilk, blómhlífarblöð aftursveigð, blóm mynda hvasst horn við stilkinn.
Lýsing
Verðlaunayrki frá því fyrir 1948. Plönturnar eru 30-35 sm háar. Blómin djúpgul, hjákróna löng, sívöl, trektlaga og blómhlífarblöðin aftursveigð. Blómin geta staðið lengi, en það fer eftir veðrinu.