Laukar 1,5-2 sm, hvítleitir eða ljósbrúnir. Laufin eru 2-allmörg sem vaxa upp af hverjum lauk, 1,5-4 mm breið, dökkgræn, oftast upprétt. Blómstilkurinn er oftast lengri en þau.
Lýsing
Blóm lárétt eða því sem næst, ljós- til dökkgul eða appelsínugul, oft með græna slikju. Blómleggir a.m.k. 5 mm, oftast lengri en 9 mm, 3 sm í mesta lagi. Blómhlífarpípa 4-25 mm, blómhlífarblöð 6-15 × 1,5-5 mm, bandlaga til mjóþríhyrnd, ydd. Hjákróna (stundum nefnd trekt) 7-25 × 9-35 mm, alls ekki mjórri fremst. Fræflar og stílar oftast inni í hjákrónunni en ná stöku sinnum örlítið út úr henni.
Uppruni
SV & V Frakkland, Spánn, Portúgal, N Afríka.
Harka
4
Heimildir
= 2
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í beð á sólríkum stað eða í garðskála.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta frá 2002, ekki lengur til 2013, skammlíf.