Blómhlífin er í rauninni ekki frábrugðin páskaliljum með trekt eða stóran bolla, en bollinn er klofinn þannig að hlutarnir liggja upp að innri blómhlífinni. Þegar öllu er á botninn hvolft minna þær dálítið á fiðrildi. Þessum hópi er skipt í kraga páskalilju (Collar Daffodils) en hjá þeim eru krónuhlutarnir gagnstæðir blómhlífarhlutunum og eru oftast í tveim eða þremur hvirfingum og fiðrilda páskaliljur (Papillion Daffodils) en hjá þeim er krónuhlutum og hlutar innri blómhlífarinnar raðað til skiptis, oftast í einni hvirfingu með sex hluta, bollinn flatur og opnari.
Lýsing
Þessi yrki eru aðeins með eitt blóm á stöngli, litur er ýmist gulur, appelsínugulur eða hvítur.
Í fjölæringabeð, í steinhæðir, í ker, framan við runna eða í stórum breiðum undir trjám. Auðræktuð í meðalrökum, vel framræstum jarðvegi í sól eða hálfskugga.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta frá 2003, sem þrífst vel.