Narcissus

Ættkvísl
Narcissus
Yrki form
Double Camernelli
Íslenskt nafn
Skírdagslilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Gulur, hjákróna gul.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
Um 20 sm
Lýsing
Plönturnar eru um 20 sm háar. Blómhlífblöðin gul, ná ekki saman og eru undin, hjákróna gul mikið skipt svo blómið virðist ofkrýnt.
Uppruni
Yrki.
Harka
7
Heimildir
Upplýsingar á umbúðum laukanna.
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í beðkanta á sólríkum stað.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta frá 1996, þrífst fremur illa (2011).