Narcissus

Ættkvísl
Narcissus
Yrki form
'Mrs. R. O. Backhouse'
Íslenskt nafn
Skírdagslilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Hvítur, hjákróna ljósappelsínugul.
Blómgunartími
Maí-júní.
Lýsing
Blómhlífarblöðin eru hvít og hjákrónan ljós appelsínugul.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
Upplýsingar á umbúðum laukanna.
Fjölgun
Hliðarlaukar. Laukar lagðir í september á 15-20 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í beðkanta og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur frá 1990 og 2000. Þrífst vel á góðum vaxtarstað.