Eitt blóm á stilk, hjákróna jafnlöng eða lengri en blómhlífarblöðin.
Lýsing
Fremur hávaxin páskalilja, plönturnar um 35 sm háar. Stórblóma yrki. Blómhlífin skærgul sem og hjákrónan sem er talsvert útvíð og ögn flipótt í kantinn.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
1, Upplýsingar og af umbúðum laukanna.
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð, í beðkanta og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta frá 2002, laukar keyptir í blómabúðm er ef til vill skammlíf.