Narcissus

Ættkvísl
Narcissus
Yrki form
'Exception'
Íslenskt nafn
Skírdagslilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Fölgulur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
30-45 sm
Vaxtarlag
Eitt blóm á stöngli.
Lýsing
Bæði blómhlífarblöð og hjákróna eru gul, fremur mjó löng og mikið útvíð, flipótt. Verðlaunayrki frá 2001.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
= davesgarden.com/guides/pf/go/184474/#b,www.neatherlandbulb.com/index.cfm?fuseaction=bulbs.plantDetail&plant-id=54, Upplýsingar á umbúðum laukanna og af netinu: GardenWeb's HortiPlex Plant Database
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í beðkanta og víðar. Mjög flott ef plöntunni er plantað í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta frá 2003.
Yrki og undirteg.
ATHUGASEMD: Allir hlutar plöntunnar eru eitraðir ef þeir eru borðaðir. Það að handfjatla plöntuna getur valdið húðertingu eða ofnæmisviðbrögðum.