Narcissus

Ættkvísl
Narcissus
Yrki form
'Delibes'
Íslenskt nafn
Skírdagslilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Sterkgulur, hjákróna gul með appelsínugulan kant.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
30-45 sm
Vaxtarlag
Plönturnar eru um 30 sm háar.
Lýsing
Blómin stór. Blómhlífin sterkgul, breið og skarast, hjákrónan mjög útvíð gul neðst með appelsínugulan bylgjaðan kant.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
= davesgarden.com/guides/pf/go/79354/#b, www.jacksonsnurseries.co.uk/narcissus-delibes-bulbs.html. Upplýsingar á umbúðum laukanna.
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í beðkanta, í ker og víðar. Góð til afskurðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta frá 1998, mjög falleg, þrífst vel.
Yrki og undirteg.
ATHUGASEMD: Allir hlutar plöntunnar eru eitraðir ef þeirra er neytt.