Sítrónugulur, hjákróna skærgul en verður mjólkurhvít með aldrinum.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
- 40 sm
Vaxtarlag
Plönturnar eru um 40 sm háar. Glæsilegur blendingur milli Camelot og Daydream.
Lýsing
Blómin eru með sívala hjákrónu sem er skærgul þegar blómið opnast og verður mjólkurhvítt með aldrinum og með geislandi sítrónugul blómhlífarblöð, með hvíta slikju við grunninn.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
= www.vanengelen.com/narcissus-avalon.html
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Á sólríkan stað sunnan- eða vestanundir, þarf greinilega áburð af og til.
Reynsla
Í Lystigarðinum var til ein planta frá 2001, laukar keyptir í blómabúð, dauð 2010.