Narcissus

Ættkvísl
Narcissus
Yrki form
'Manly'
Íslenskt nafn
Skírdagslilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Fölgulur, kögruð hjákróna fölgul með appelsínugult kögur innan um hitt.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
- 45 sm
Lýsing
Kröftugur fjölæringur með lauk og blágrænt lauf, allt að 45 sm hár, með falleg, alveg fyllt blóm allt að 5 sm í þvermál, með breiðegglag blómhlífarblöð, mjög fölgul, hjákrónan kögruð með appelsínugult kögur.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
https://www.rhs.org.uk/Plants/87603/Narcissus-Manly, davesgarden.com/guides/pf/og/66861/#b
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í trjá- og runnabeð og víðar. Blómin góð til afskurðar.
Reynsla
Er ekki til í Lystigarðinum. Myndir er af plöntum í Grasagarði Reykjavíkur.