Eitt blóm á stilk, hjákróna jafnlöng eða lengri en blómhlífarblöðin.
Lýsing
Þetta yrki hefur verið ræktuð í Hollandi frá því rétt eftir 1930. Plönturnar eru 45-50 sm háar. Blómhlífarblöðin eru rjóma- eða gulhvít þegar blómin springa út, verða smám saman beinhvít. Beinhvít hjákrónan er víð, stór, lúðurlaga og lengri en blómhlífin. Blómin standa lengi.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
1, Upplýsingar af netinu: Van Engelen Inc.
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, sem undirgróður untir trá og runna og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta frá 1991, laukar frá Hollandi, keyptir í blómabúð. Þrífst vel, blómstrar snemma og stendur lengi. Mjög góð garðplanta.